Fréttir


Fréttir

Erum við að leita að þér?

26.8.2017

Tvö spennandi störf laus til umsóknar, annars vegar á fagsviðið Raforkukerfi og hins vegar á fagsviðið Fasteignir og viðhald. 
 • EFLA leitar að liðsauka

Raforkukerfi


EFLA leitar að rafmagnsverk- eða rafmagnstæknifræðingi á fagsvið Raforkukerfa. Starfið felst í fjölbreyttri ráðgjöf og hönnun á sviði raforkumála, gerð verklýsinga, verkeftirliti og ýmiss konar greiningum.

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun í rafmagnsverkfræði eða rafmagnstæknifræði í sterkstraum
 • Þjónustulipurð og færni í mannlegum samskiptum
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Gott vald á íslensku og ensku, Norðurlandamál er kostur


Fasteignir og viðhald


EFLA leitar að öflugum starfsmanni á fagsviðið Fasteignir og viðhald. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni s.s. ástandsskoðanir og áætlanagerð, greining skemmda og byggingareðlisfræðilegar uppbyggingar mannvirkja, hönnun viðhaldslausna og útfærslur endurbóta, gerð verklýsinga, útboðsgagna og verksamninga auk eftirlits með viðhaldsframkvæmdum á verkstað.

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun í byggingafræði, byggingartæknifræði eða verkfræði
 • Iðnmenntun og fagleg reynsla á sviði byggingaframkvæmda
 • Þekking í viðhaldsráðgjöf og áætlanagerð kostur
 • Þjónustulipurð og færni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð vinnubrögð og að geta unnið vel í hópi
 • Gott vald á íslensku og ensku, Norðurlandamál er kostur


Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um.

Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt í gegnum umsóknarkerfi okkar á vefnum fyrir 9. september næstkomandi. 

Öllum umsóknum verður svarað og farið með sem trúnaðarmál.

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið job@efla.is eða í síma 412-6000.

26.08.2017_new