Fréttir


Fréttir

Fjallaði um vistvæna hönnun og vottun bygginga

SATS, Haustfundur, Samtök tæknimanna

11.11.2016

Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs EFLU, var fengin til að fjalla um vistvæna hönnun og vottun bygginga á Íslandi á árlegum haustfundi SATS, samtaka tæknimanna sveitarfélaga.
  • Samtök tæknimanna sveitarfélaga
    Helga J. Bjarnadóttir hélt fyrirlestur á ráðstefnunni.

Haustfundurinn var haldinn föstudaginn 4. nóvember á Hótel Sögu að viðstöddum aðilum frá SATS, Félagi byggingarfulltrúa, Félagi skipulagsfulltrúa sveitarfélaga og Samtökum garðyrkju- og umhverfisstjóra.

BREEAM vottun á endurgerð skrifstofuhúsnæðis

Í fyrirlestrinum fjallaði Helga um vistvottun bygginga á Íslandi skv. alþjóðlega viðurkennda vottunarkerfinu BREEAM. Hún fór yfir það hvað vistvæn hönnun er, hvaða viðmið eru notuð hér á landi og hver væri ávinningurinn af vistvænni hönnun og vottun. Þá sagði Helga frá þeim fjórum íslensku byggingum sem þegar hafa fengið BREEAM vottun á Íslandi:

- Snæfellsstofa - gestastofa að Skriðuklaustri í Vatnajökulsþjóðgarði, sem bæði hefur hlotið hönnunarvottun og vottun fyrir fullbúna byggingu

- Höfðabakki 9, endurgerð skrifstofuhúsnæðis EFLU sem hefur hlotið vottun fyrir endurgerð byggingar - fullbúin bygging.
- Náttúrufræðistofnun Íslands, fullbúin bygging.
- Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, hönnunarvottun.

Helga sagði einnig frá ferlinu við endurgerð byggingar á skrifstofuhúsnæði EFLU og hvernig unnið var að vottuninni við þær framkvæmdir.

Gestir á ráðstefnu SATS. Ljósmynd: Gaukur Hjartarson

Önnur BREEAM verkefni hjá EFLU

EFLA hefur unnið með fleiri byggingar í BREEAM ferli þar sem markmið byggingaraðila er m.a. að innleiða vistvæna hönnun og auka gæði bygginga:

- Sjúkrahótelið í Nýja Landsspítalanum
- Meðferðakjarninn í Nýja Landsspítalanum
- Rannsóknarhúsið í Nýja Landsspítalanum
- Bygging HÍ í Nýja Landsspítalanum
- Bílastæðahús í Nýja Landsspítalanun
- Hús íslenskra fræða
- Stækkun gestastofu á Hakinu á Þingvöllum
- Þjóðgarðamiðstöð við Hellissand í Snæfellsnes

Fjölbreytt og öflug þekking á sviði umhverfismála

EFLA sinnir alhliða umhverfisráðgjöf til fyrirtækja, einstaklinga, stofnana og sveitarfélaga. Í því felst fjölbreytt aðkoma að ólíkum verkefnum á ýmsum stigum sem tengjast umhverfismálum. Aukin vitund almennings, fyrirtækja og sveitarfélaga um að setja umhverfismál í forgang og huga að vistvænum áherslum kallar oft á tíðum á breytt vinnubrögð og umgengni. Þar geta sérfræðingar EFLU á sviði umhverfismála komið að og veitt fjölbreytta þjónustu varðandi umhverfisráðgjöf og vistvænar lausnir.