Fréttir


Fréttir

Fluglestin

15.7.2014

Ráðgjöf og verkefnastjórnun gerði sl. haust að beiðni fasteignafélagsins Reita frumathugun á raunhæfni þeirrar hugmyndar að tengja alþjóðaflugvöllinn í Keflavík með hraðlest við miðborg Reykjavíkur og var sú vinna kynnt með skýrslu í október 2013.
  • Fluglestin milli Reykjavíkur og Keflavíkur
Niðurstöður athugunarinnar voru jákvæðar og á grundvelli þess ákváðu Isavia, Reitir, Reykjavíkurborg, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ásamt EFLU, Ístaki, Landsbankanum og Deloitte að leggja vinnu og fjármagn í að kanna nánar hagkvæmni verkefnisins.

Ráðgjöf og verkefnastjórnun var fengin til að annast stjórnun verkefnisins fyrir hönd hópsins.

Markmiðið verkefnisins er að kanna hagkvæmni og raunhæfni lestar með greiningu á stofn- og rekstrarkostnaði, mögulegum tekjum og mati á arðsemi. Einnig að meta mismunandi kosti í tækni og útfærslum og setja fram tillögur í þeim efnum. Þá skyldu jafnframt greind samfélagsleg áhrif af framkvæmdinni. Á grundvelli niðurstaðna verði svo settar fram tillögur að þróun verkefnisins og næstu skrefum.

Hægt er að skoða skýrsluna á upplýsingasíðu verkefnisins