Fluglestin
Ráðgjöf og verkefnastjórnun var fengin til að annast stjórnun verkefnisins fyrir hönd hópsins.
Markmiðið verkefnisins er að kanna hagkvæmni og raunhæfni lestar með greiningu á stofn- og rekstrarkostnaði, mögulegum tekjum og mati á arðsemi. Einnig að meta mismunandi kosti í tækni og útfærslum og setja fram tillögur í þeim efnum. Þá skyldu jafnframt greind samfélagsleg áhrif af framkvæmdinni. Á grundvelli niðurstaðna verði svo settar fram tillögur að þróun verkefnisins og næstu skrefum.
Hægt er að skoða skýrsluna á upplýsingasíðu verkefnisins