Fréttir


Fréttir

Flutningur 600 tonna krana

16.1.2012

EFLA tekur þátt í að flytja 600 tonna löndunarkrana sjóleiðina frá Dubai til Abu Dhabi.
  • Flutningur 600 tonna krana
EFLA, ásamt burðarþols sérfræðingum frá Sviss og Hollandi, tók þátt í að flytja 600 tonna Súráls og Petroleum Coke löndunarkrana frá hafnarsvæði Dubai Aluminium að verksmiðju EMAL í Abu Dhabi.

Hlutverk EFLU í verkefninu var að aðlaga stýrikerfi löndunarkranans þannig að hægt væri að færa til þyngdarpunkt kranans þegar honum var lyft frá bryggju. Tilgangur þess að færa til þyngdarpunktinn var að tryggja jafna álagsdreifingu á fætur hans, við lyftingu frá bryggju og aftur við lendingu á skipi.

Verkefnið heppnaðist fullkomlega og löndunarkraninn er núna kominn á sporinn í EMAL og býður þess að verða tekinn í notkun þar.

image008image003