Frágangur einangrunar í steyptum útveggjum
Undanfarin ár hafa orðið mikilar breytingar á hinum "hefðbundna múraða útvegg" einangruðum að innanverðu sem hópurinn telur að stöðva verði strax.
Þróunin er að útveggir, einangraðir að innan, eru klæddir með innveggjakerfi sem er sett beint á kaldan steinsteyptan útvegg. Kerfið er uppbyggt með blikkstoðum þar sem einangrun er sett inn í blikkgrindina. Á blikkgrindina er svo sett rakavörn og lagnagrindinni sleppt og því eru allar lagnir lagðar á bakvið rakavörnina jafnvel út við kaldan útvegginn. Lagningar fara svo allsstaðar í gegnum rakavarnarlagið, bæði í rafmagnstengla og að ofnum með tilheyrandi áhættu á óþéttleika.
Hópurinn sendi nýverið frá sér minnisblað til Minnvirkjastofnunar þar sem varað er við ofangreindri uppbyggingu útveggja vegna mikilla áhættu á raka- og mygluskemmdum. Mannvirkjastofnun brást strax við og sendi minnisblaðið til allra byggingarfulltrúa landsins. Minnisblaðið birtist einnig á vef arkitektafélags Íslands og mun birtast í Verktækni. Þá birtist það á veftímaritinu Eyjunni.
Frekari upplýsingar má lesa í minnisblaði