Fréttir


Fréttir

Framkvæmdir eru hafnar við smíði nýrrar göngu- og hjólabrúar við Ullevaal, Noregi

2.11.2017

EFLA hefur hannað nýja göngu- og hjólabrú sem rísa á við Ullevaal þjóðarleikvanginn í Osló og eru framkvæmdir hafnar við smíði brúarinnar. 

Um er að ræða stærsta verkefni EFLU fyrir norsku Vegagerðina til þessa. Brúin mun leysa af hólmi bráðabirgðabrýr sem staðið hafa í 25 ár en uppfylla ekki lengur þarfir gangandi og hjólandi vegfarenda á svæðinu. 

Nýja brúin er stór um sig, eða 6 m breið, og rúmar því bæði gangstétt og tvær hjólareinar. Framkvæmdasvæðið er þröngt og mun einn flóknasti hluti verksins felast í að flytja til rafmagns- og fjarskiptakapla í jörð, til að rýma til fyrir nýjum brúarundirstöðum. 

Framkvæmdin var boðin út í sumar, og hefur verkkaupinn, norska Vegagerðin, samið við verktakafyrirtækið HAG Anlegg AS um verkið. Í vikunni hófust framkvæmdir á verkstað og er stefnt að því að taka brúna í notkun 2019.

Ullevaal-fyrir-og-eftirMynd BEam og EFLA

Umfjöllun um brúarsmíðina