Fréttir


Fréttir

Framkvæmdum að ljúka við Búðarhálsvirkjun

15.1.2014

Búðarhálsvirkjun er virkjun í Tungnaá sem nýtir fallið í ánni frá frávatni Hrauneyjafossvirkjunar að Sultartangalóni. Með tilkomu Búðarhálsvirkjunar má segja að búið sé að fullnýta fall frá Þórisvatni niður fyrir Búrfell. Uppsett afl verður um 95 MW og orkugeta allt að 585 GWst á ári.
  • Mælingar við Búðarhálsvirkjun

Framkvæmdum er nú að ljúka og búið er að taka fyrri vélina í notkun. Prófanir á seinni vélinni eru í gangi og verður hún tilbúin eftir nokkrar vikur. Gert er ráð fyrir að virkjunin verði formlega tekin í notkun í mars.

Aðeins minniháttar verkþáttum er ólokið og næsta sumar verður farið í lokafrágang svæðisins og verkefnið fullklárað.

EFLA hefur hannað öll byggingarmannvirki í Búðarhálsvirkjun ásamt tengivirki Landsnets. EFLA hefur einnig haft yfirumsjón með annarri hönnun í þessum verkefnum sem og samræmingu á allri hönnuninni. Einnig hefur EFLA haft yfirumsjón með allri áætlanagerð í þessum verkefnum.