Framkvæmdum að ljúka við Búðarhálsvirkjun
Framkvæmdum er nú að ljúka og búið er að taka fyrri vélina í notkun. Prófanir á seinni vélinni eru í gangi og verður hún tilbúin eftir nokkrar vikur. Gert er ráð fyrir að virkjunin verði formlega tekin í notkun í mars.
Aðeins minniháttar verkþáttum er ólokið og næsta sumar verður farið í lokafrágang svæðisins og verkefnið fullklárað.
EFLA hefur hannað öll byggingarmannvirki í Búðarhálsvirkjun ásamt tengivirki Landsnets. EFLA hefur einnig haft yfirumsjón með annarri hönnun í þessum verkefnum sem og samræmingu á allri hönnuninni. Einnig hefur EFLA haft yfirumsjón með allri áætlanagerð í þessum verkefnum.