Fréttir


Fréttir

Framkvæmdum við Glerárvirkjun II miðar vel áfram

24.11.2017

Síðastliðið ár hafa framkvæmdir við Glerárvirkjun II staðið yfir og miðar þeim vel áfram. Virkjunin verður 3,3 MW og mun hún anna um 17% af almennri orkuþörf Akureyrar. 

  • Glerárvirkjun 2
    Frá framkvæmdum við Glerárvirkjun II á Akureyri

Verið er að steypa stöðvarhúsið sem er neðst í Réttarhvammi rétt ofan við brúna á Glerá við Hlíðarbraut. Einnig er unnið við gerð inntaksstíflunnar inn á Glerárdal. Nú þegar er lokið lagningu 6 km aðrennslispípu.

Nánasta umhverfi

Mikil áhersla er lögð á að mannvirkið falli vel inn í umhverfi sitt og svæðið verði í sem bestu ásigkomulagi eftir að framkvæmdum lýkur. Nýr göngustígur verður lagður frá stöðvarhúsi að stíflu, alls um sex kílómetrar.

Raforkuframleiðsla í byrjun næsta árs

Upphaflegar áætlanir miðuðu við að raforkuframleiðsla hæfist fyrir jólin en ljóst að það muni ekki nást. Nú reiknað með að hleypa á kerfið snemma á næsta ári.

EFLA hefur unnið að verkefninu með fjölbreyttum hætti og komið meðal annars að framleiðslu- og kostnaðaráætlun, umhverfismatstilkynningu, frumhönnun verksins, verkhönnun stíflu og hönnun aðrennslispípu ásamt aðstoð við eftirlit og umsjón framkvæmda.