Fréttir


Fréttir

Framúrskarandi fyrirtæki

10.2.2012

Creditinfo gerir nú árlega styrk- og stöðugleikamat á íslenskum fyrirtækjum, og var niðurstaðan um framúrskarandi fyrirtæki 2011 nýlega kynnt.

EFLA í hópi framúrskarandi fyrirtækja

Horft er til árangurs í rekstri, fjárhagslegs styrks og stöðugleika í þeim efnum a.m.k. þrjú ár í röð.

Vottun af þessu tagi þekkist víða erlendis, og eru skilyrði hérlendis ströng í alþjóðlegum samanburði. Af rúmlega 32.000 fyrirtækjum sem skráð eru í Hlutafélagaskrá reyndust 245 fyrirtæki uppfylla þau skilyrði sem Creditinfo setur til að fá viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki. EFLA verkfræðistofa er í þessum góða hópi traustra íslenskra fyrirtækja.

 Nánar um könnunina