Fréttir


Fréttir

Fráveitumál rædd hjá Samorku

21.11.2017

Samorka hélt hádegisverðarfund þar sem farið var yfir stöðu, uppbyggingu og áskoranir fráveitumála á landinu. Sérfræðingar í fráveitumálum fluttu erindi og fjölluðu um málefnið á breiðum grundvelli. Reynir Sævarsson, fagstjóri fráveitna hjá EFLU, tók þátt í fundinum og fjallaði um stöðu fráveitna og framtíðarhorfur. 

  • Reynir Sævarsson, fagstjóri fráveitna hjá EFLU
    Reynir Sævarsson, fagstjóri fráveitna hjá EFLU, hélt fyrirlestur hjá Samorku

Slæmt ástand veitukerfa

Í erindi Reynis kom m.a. fram að heilt yfir væru fráveitulagnakerfi landsins illa á sig komin og að þó nokkuð þyrfti að framkvæma til að skólp væri hreinsað með fullnægjandi hætti. Það sem helst þyrfti að laga væri ástand lagnakerfa, byggja hreinsistöðvar og sniðræsi, hreinsa ofanvatn og að auka afköst kerfanna. 

Jafnframt gerði Reynir grein fyrir niðurstöðum könnunar meðal fráveitna um land allt á því hve miklar framkvæmdir væru fyrirhugaðar. Í ljós kom að fyrirhugaðar eru framkvæmdir sem nema um 5 milljörðum króna á næstu 5 árum til að auka skólphreinsun. Við þær framkvæmdir hækkar hlutfall landsmanna sem búa við skólphreinsun úr um 75% í um 90%.

Hlutfall íbúa með skólphreinsun [%]
 ÁrHlutfall með skólphreinsun
Ár
Hlutfall %
 1990 6
 1991 6
 1992
 1993  6
 1994  10
 1995  10
 1996  10
 1997  10
 1998  14.4
 1999  22.4
 2000   39
 2001  39
 2002  60.7
 2003  60.7
 2004  60.7
 2005  67.8
 2006  67.9
 2007  68.2
 2008  66
 2009  66
 2010  72
 2011   72
 2012  72
 2013  72 
 2014  74
 2015  74
 2016  74
 2017  76.8
 2018   82.8
 2019  83.9
 2020  83.9
 2021  83.9
 2022  89.9
Fjárfestingarþörf  fráveitna [milljarðar kr]
Millj.kr
Endurbætur á lagnakerfi 20
Hreinsistöðvar og sniðræsi20
Lagfæringar á einkafráveitum 13,5
 Hreinsun ofanvatns  2,5
 Aukin afkastageta vegna ofanvatns  7,5


Skýrsla um ástand innviða

Ný skýrsla Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga fjallar um ástand innviða á Íslandi og framtíðarhorfur. Þar kemur m.a. fram að fráveitur og vegir væru verst staddir. 


EFLA er leiðandi í ráðgjöf á sviði fráveituhreinsunar, hönnunar veitukerfa og veitumannvirkja og hefur komið að fjölmörgum verkefnum tengdum fráveitumálum bæði innanlands og erlendis, t.d. á Mývatni , Akureyri, Selfossi, Höfn í Hornafirði og Noregi.