Fréttir


Fréttir

Fyrsta áfanga við smíði göngu­brúar yfir Breiðholtsbraut lokið

Breiðholtsbrú, Göngubrú, Breiðholt

23.7.2018

Framkvæmdum við smíði nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Breiðholtsbraut miðar vel áfram. Um helgina fór fram uppsteypa brúarinnar og lauk þar með 1. áfanga verksins.

  • Forsida_breidholtsbraut

Nýja göngubrúin kemur til með að tengja saman Selja- og Fellahverfi og verða mikil samgöngubót ásamt því að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Brúin er eftirspennt steinsteypubrú í fjórum burðarhöfum, alls 86 metra löng, og svipar til göngubrúnna yfir Hringbraut og Njarðargötu í Reykjavík, í gerð og formi.  

Síðastliðinn laugardag, 21. júlí, var yfirbygging brúarinnar steypt og af þeim sökum var lokað fyrir umferð við Breiðholtsbrautina í um 6 klukkutíma. 

Göngu- og hjólastígar útbúnir

Á næstunni hefst vinna við 2. áfanga verksins ásamt því sem göngu- og hjólastígar að brúnni verða útbúnir. Stígarnir verða lagðir austan megin við Breiðholtsbrautina og tengjast við Fellahverfið, bæði til suðurs og austurs. Áætlað er að brúin verði tekin í notkun 1. október næstkomandi.  

Verkefnið er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar.  EFLA sá um hönnun brúarinnar, í samstarfi við Studio Granda arkitekta, ásamt því að hanna göngu- og hjólastíga og lýsingu. Smíði göngubrúarinnar er í höndum verktakans Skrauta ehf. og sér Urð og Grjót ehf. um gerð göngu-og hjólastíga. 

Breidholtsbraut-3Járnabinding brúarinnar er ærið verk.

Breidholtsbraut-4Starfsfólk EFLU skoðar járnabindinguna.

Breidholtsbraut-2Frá uppsteypu brúarinnar þann 21. júlí 2018.

Breidholtsbraut-1Verið að hella steypu í mótin.

Likanmynd-breidholtsbrautLíkanmynd af nýju brúnni yfir Breiðholtsbrautina. Fellahverfið sést hægra megin og Seljahverfi vinstra megin á myndinni.