Fréttir


Fréttir

Gæðastimpill á sviði iðnstýringar

Iðnaðarsvið, Iðnaður, Rockwell, RCSI, Samningur, Samstarf, Samstarfssamningur, Partner

4.9.2019

EFLA og Rockwell Automation hafa skrifað undir samning sem staðfestir að EFLA hefur þekkingu og færni til að nota hugbúnaðarlausnir og vélbúnað frá fyrirtækinu. Samningurinn er því gæðastimpill söluaðilans og staðfesting á að EFLA veiti vottaðar lausnir frá Rockwell í verkefnum sínum.

  • Rockwell Automation - EFLA
    Rockwell Automation og EFLA gera samstarfssamning.

EFLA starfar með iðnfyrirtækjum til að auka skilvirkni og afkastagetu. Í þeim efnum er nauðsynlegt að vera með gott iðnstýrikerfi sem stuðlar að betri nýtingu á tækjabúnaði og aukinni sjálfvirkni. Þá skiptir máli að vera með lausnir sem hafa verið sannreyndar og notaðar á heimsvísu líkt og bandaríska fyrirtækið Rockwell Automation býður upp á. Fyrirtækið býður upp á öflugar iðnstýringar, þ.e. stjórnbúnað og vélbúnað sem mörg fyrirtæki á Íslandi nota, s.s. álver, veitufyrirtæki, fiskvinnslufyrirtæki og matvælaframleiðendur. Helstu lausnir og vörur fyrirtækisins eru t.d. Allen Bradley stýrivélar, Factory Talk View skjákerfi, Power Flex hraðabreytar, servo stýringar og öryggisrásir. EFLA hefur átt í farsælu samstarfi við Rockwell Automation í yfir 20 ár og notar gjarnan lausnir frá þeim í verkefnum á sviði iðnstýringar.

Mikilvæg gæðavottun

Það er því mikið gleðiefni að EFLA og Rockwell Automation hafa undirritað RCSI (Recognized System Integrator) samning sem staðfestir að EFLA hafi þekkingu og færni til að nota vörur og hugbúnaðarlausnir samkvæmt gæðakröfum Rockwell. Að auki mælir fyrirtækið með EFLU sem samstarfsaðila á sviði iðnstýringar og gerir samstarfinu skil á vefsíðu Rockwell Automation sem eykur sýnileika EFLU á alþjóðamarkaði. Samningurinn tryggir EFLU einnig öfluga þjónustu og stuðning frá Rockwell Automation á öllum stigum verkefna.

Nánari upplýsingar um þjónustu EFLU á sviði iðnstýringar.