Fréttir


Fréttir

Gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingarstjóra og iðnmeistara

23.1.2015

EFLA býður vottað gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingarstjóra og iðnmeistara sem uppfyllir þær kröfur, sem kveðið er á um, í fyrrgreindri byggingarreglugerð nr. 160/2010. Kerfið er einfalt að uppfæra fyrir iðnmeistara með því að bæta við þeim gátlistum og eyðublöðum sem eiga við hverja iðngrein.
  • Undirskrift

Í nýrri byggingarreglugerð er þessi klásúla um gæðastjórnunarkerfi:

"Hönnuðir, hönnunarstjórar, byggingarstjórar og iðnmeistarar hafa frest til 1. janúar 2015 til að
uppfylla ákvæði 4.6.1, 4.8.1 og 4.10.2 gr. um gæðastjórnunarkerfi."

EFLA býður vottað gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingarstjóra og iðnmeistara sem uppfyllir þær kröfur, sem kveðið er á um, í fyrrgreindri byggingarreglugerð nr. 160/2010.
Kerfið er einfalt að uppfæra fyrir iðnmeistara með því að bæta við þeim gátlistum og eyðublöðum sem eiga við hverja iðngrein.

Nánari upplýsingar veitir:
Böðvar Bjarnason í síma; 412 6521, netfang; bodvar.bjarnason@efla.is