Fréttir


Fréttir

Gagnasöfnun með drónum rædd á EFLU-þingi

EFLU-þing, EFLUþing, Drónar, Selfoss

4.10.2018

Föstudaginn 28. september fór fram EFLU-þing á Selfossi. Fjallað var um hvernig EFLA getur notað dróna til að kortleggja, ástandsgreina og skoða byggingar.
  • EFLU-þing - Gagnasöfnun með drónaflugi og skönnun
    EFLU-þing á Selfossi. Cathy Legrand segir frá verkefnum þar sem dróni var notaður við gagnasöfnun.

Sagt var frá því hvernig drónaflug geta gagnast sveitarfélögum, byggingarfyrirtækjum, veitum og arkitektum. Þannig er hægt að skoða mannvirki úr lofti, taka hágæða loftmyndir, útbúa kort og þrívíddarlíkön á nákvæman og hagkvæman máta. Gögnin nýtast á margvíslegan hátt, t.d. við ákvarðanatöku, gerð viðbragðsáætlunar, hönnun og skipulag svæða, umhverfismál og eftirlit.

Þriggja þrepa ferill þjónustu á sviði gagnasöfnunar með dróna.

Áhersla lögð á þéttbýli og mannvirki

Starfsfólk EFLU á Suðurlandi hélt þrjú erindi og sögðu frá verkefnum sem hafa verið unnin á sviðinu. Að þessu sinni var lögð sérstök áhersla á að kynna verkefni með drónum sem hafa verið unnin í þéttbýli, í byggingum og á byggingarstað. Sýnt var frá verkefni þar sem gögnin voru keyrð inn í þrívíddarhugbúnað sem útbjó nákvæmar og raunhæfar útlitsmyndir af því. 

Einnig voru tekin dæmi um byggingartengd verkefni þar sem hægt væri að njóta góðs af drónaflugi á mismunandi stigum þess t.d. með því að:

  • Safna landfræðilegum upplýsingum um hæðarlínur og punktaský
  • Áætla magntöku í jarðvegi
  • Fylgjast með framvindu verkefnis á mismunandi tíma
  • Vera með eftirlit á framkvæmdum á staðnum

Drónar EFLU voru til sýnis á staðnum en þeir eru notaðir í afar fjölbreytt verkefni. Allir drónar sem EFLA notar í verkefnum uppfylla starfsreglur Samgöngustofu

Nánari upplýsingar um þjónustu EFLU á sviði gagnasöfnunar með drónum. 

EFLU-þing - Gagnasöfnun með drónaflugi og skönnunÁttblaðahreyfill.

EFLU-þing - Gagnasöfnun með drónaflugi og skönnunDrónar EFLU.