Fréttir

Gegnumbrot í Norðfjarðargöngum

29.9.2015

Föstudaginn 25. September var "slegið í gegn" í Norðfjarðargöngunum. Þar hafa staðið yfir sprengingar við gangnagerðina síðan í mars 2014, en sprengt og grafið hefur verið beggja megin frá. Nú tekur við vinna við lokastyrkingu á göngunum, vinna við klæðningar, vegskála, tæknirými, lagnir og rafbúnað. Þegar göngin verða klár, verða þau tæpir 8km að lengd með vegskálum.
  • Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng

Fulltrúar EFLU voru viðstaddir þegar Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, sprengdi síðustu sprenginguna, ásamt fjölda annara gesta. Innanríkisráðherra hefur nú falið Vegagerðinni að kanna hvort hægt verði að opna göngin fyrr en 1. September 2017, eins og upphaflegar áætlanir gera ráð fyrir.

EFLA annast hönnun allra lýsingar-, raf- og fjarskiptakerfa ganganna auk umsjónar með útboði á stjórn- og eftirlitskerfum þeirra. Göngin verða m.a. lýst upp með LED lýsingu, fyrst allra jarðganga á Íslandi.