Fréttir


Fréttir

Bilið brúað

14.5.2010

Eftirtektarvert mannvirki hlýtur viðurkenningar Vegagerðarinnar og Steinsteypufélags Íslands.
  • Göngubrú yfir Hringbraut

Göngubrýrnar yfir Hringbraut og Njarðargötu í Reykjavík hlutu verðlaun Steinsteypufélags Íslands sem afhent voru á Steinsteypudeginum 2010. Viðurkenningin er veitt fyrir frumlega og vandaða notkun steinsteypu og vék dómnefnd að því  í umsögn sinni hve vel grannt og létt form mannvirkisins fellur að umhverfinu. Brúin sveigist í boga yfir Hringbraut og er þversnið brúardekksins straumlínulagað en þynnist við jaðra brúargólfsins.

Steypufylltar súlur úr ryðfríu stáli halda brúnni uppi og er lengsta haf hennar 27,5 m, en notast er við eftirspennta kapla til að hámarka haflengd og lágmarka umfang hennar. Mannvirkið er hannað í samvinnu EFLU og Studio Granda, en tillaga fyrirtækjanna að útiliti brúnna og aðliggjandi göngustígakerfi varð efst í hönnunarkeppni og Reykjavíkurborgar árið 2003.

Mannvirkið hefur fengið góðar viðtökur og hefur auk viðurkenningar Steinsteypufélagsins hlotið verðlaun Vegagerðarinnar árið 2009 og tilnefningu til Arkitektaverðlauna Íslands árið 2007.