Fréttir


Fréttir

Glerárvirkjun II ræst

Glerárvirkjun, Glerá, Smávirkjun, Akureyri

5.10.2018

Þann 5. október síðastliðinn var Glerárvirkjun II á Akureyri tekin í notkun. Virkjunin er 3,3 MW og getur séð um 5000 heimilum fyrir rafmagni. EFLA kom að verkefninu og sá m.a. um alla frumhönnun, hönnun aðrennslispípu og eftirlit framkvæmda.

  • Glerárvirkjun
    Nýtt stöðvarhús Glerárvirkjunar II.

Virkjunarmöguleikar á Norðurlandi hafa verið skoðaðir um nokkurt skeið þar sem framboð rafmagns á Eyjafjarðarsvæðinu hefur ekki verið nægilegt. EFLU var falin forathugun á möguleikum virkjunar í Glerá sem sýndu að bæði fjárhagslega og tæknilega væri slík virkjun álitlegt. Framkvæmdir við Glerárvirkjun II hófust síðan árið 2016 með jarðvinnu neðst á Glerárdal þar sem fyrsta hluta aðrennslispípu var komið fyrir. Tveimur árum síðar, hefur sex kílómetra löng aðrennslispípa verið lögð í jörð, göngustígar verið útbúnir, stöðvarhús og inntaksstífla byggð og virkjunin farin að framleiða rafmagn.

Farsælt samstarf

Fallorka, dótturfélag Norðurorku á Akureyri, reisti virkjunina og rekur. EFLA kom að verkefninu með fjölbreyttum hætti og sá um framleiðslu- og kostnaðaráætlun, tilkynningu framkvæmdar vegna úrskurðar um mat á umhverfisáhrifum, frumhönnun og útboð vél- og rafbúnaðar auk pípuefnis, hönnun þrýstipípu, verkhönnun stíflu og aðstoð við eftirlit og umsjón framkvæmda.

Við óskum Fallorku og Akureyringum til hamingju með nýju virkjunina sem er liður í því að bæta raforkuöryggi á svæðinu.