Fréttir


Fréttir

Global Compact sáttmáli og samfélagsskýrsla

15.11.2016

EFLA hefur því skrifað undir Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna og með því skuldbundið sig til að fylgja 10 grundvallarviðmiðum sáttmálans um samfélagslega ábyrgð.
  • Sjálfbærnisskýrsla EFLU 2015

EFLA setur umhverfismál og samfélagslega ábyrgð í öndvegi og vinnur eftir skýrri stefnu þar sem lögð er áhersla á stöðugar umbætur til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá starfseminni. Í því felst m.a. að leita sífellt umhverfisvænni lausna og veita ráðgjöf í umhverfismálum. EFLA hefur því skrifað undir Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna og skuldbundið sig til að fylgja þeim 10 grundvallarviðmiðum sáttmálans um samfélagslega ábyrgð. Þau viðmið snúa að mannréttindum, vinnumarkaði, umhverfi og aðgerðum gegn spillingu.

Samfélagsskýrsla EFLU

Aðild að Global Compact styður EFLU til áframhaldandi góðra verka á sviði umhverfis- og samfélagslegra málefna, hvort heldur sem er í innri eða ytri starfsemi fyrirtækisins. Þátttakendur að sáttmálanum gefa út skýrslu árlega sem gerir grein fyrir þeim viðmiðunum sem hefur verið unnið að og hefur því fyrsta samfélagsskýrsla EFLU verið gefin út. Þar má finna upplýsingar um árangur og framgang fyrirtækisins í samræmi við 10 viðmið Global compact. Einnig er sagt frá mælanlegum umhverfismarkmiðum EFLU, verkefnum tengdum samfélagslegri ábyrgð og birtar lykiltölur umhverfisþátta í grænu bókhaldi.

20161115 Sjalfbaerniskyrsla middle blom

Eftirfarandi eru hin 10 grundvallarviðmið Global compact sáttmálans:

Mannréttindi

- Fyrirtæki styðja og virða vernd alþjóðlegra mannréttinda.
- Fyrirtæki fullvissa sig um að þau gerist ekki meðsek um mannréttindabrot.

Vinnumarkaðurinn

- Fyrirtæki styðja við félagafrelsi og viðurkenna í raun rétt til kjarasamninga.
- Fyrirtæki tryggja afnám allrar nauðungar- og þrælkunarvinnu.
- Virkt afnám allrar barnavinnu er tryggt.
- Fyrirtæki styðja afnám misréttis til vinnu og starfsvals.

Umhverfi

- Fyrirtæki sýni varúð í umhverfismálum.
- Fyrirtæki hafi frumkvæði að því að hvetja til aukinnar ábyrgðar gagnvart umhverfinu.
- Fyrirtæki hvetji til þróunar og nýtingar á umhverfisvænni tækni.

Gegn spillingu

- Fyrirtæki vinni gegn hvers kyns spillingu, þar með talið kúgun og mútum.

Markmið EFLU með aðild að Global Compact er að tryggja samþættingu, festu og eftirfylgni með samfélagslegum þáttum í starfsemi fyrirtækisins, og upplýsingagjöf um framvindu og árangur. Að þessum markmiðum mun fyrirtækið vinna af áræðni og metnaði - því hjá EFLU er „allt möguleg“.

 Sjálfbærniskýrsla EFLU 2015