Fréttir


Fréttir

Golfmót á Korpunni

Gólf, Golf, Korpúlfsstaðir, GR, viðskiptavinamót, Golfarar

21.8.2019

Síðastliðinn föstudag, 16. ágúst, fór fram árlegt golfmót viðskiptavina EFLU á Korpúlfsstaðavelli. Þátttaka var með besta móti og tóku 92 golfarar þátt í mótinu.

  • Sigurvegarar á golfmóti EFLU
    Sigurvegarar á golfmóti EFLU, Jón Rafn Valdimarsson, Ingvar Rafn Gunnarsson, Rúnar Gunnarsson og Björn Ingi Edvardsson.

Leikfyrirkomulag var „Betri bolti“ og léku fjórir golfarar saman og skráðu besta punktaskor á hverri holu á skorkortið. Afar góður rómur var gerður af þessu fyrirkomulagi og myndaðist skemmtileg stemning innan hópsins þar sem allir spila saman sem ein heild. Veðrið lék við þátttakendur og var golfvöllurinn í góðu ásigkomulagi.

Keppnin var afar jöfn og voru liðin í 2-4 sæti með jafnmarga punkta svo það þurfti að telja síðustu 6 holurnar til að fá fram úrslit. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins og svo var dregið úr skorkortum.

Úrslitin á mótinu voru eftirfarandi

  • 1. sæti með 54 punkta
    Jón Rafn Valdimarsson, Björn Ingi Edvardsson, Rúnar Gunnarsson og Ingvar Rafn Gunnarsson
  • 2. sæti með 53 punkta
    Tryggvi Þór Haraldsson, Bjarni Richter, Egill Þ. Sigmundsson og Rúnar Magnússon
  • 3. sæti með 53 punkta
    Lárus Hjaltested, Kristmann Már Ísleifsson, Jón Heiðar Sveinsson og Guðlaugur Arnarsson

Nándarverðlaun

  • 13. braut: Jens Helgason, 1,6 m frá holu
  • 17. braut: Sigurður Sigurðsson, 4,19 m frá holu
  • 22. braut: Guðlaugur Arnarsson, 1,76 m frá holu
  • 25. braut: Sigurður Garðarson, 3,29 m frá holu

Dregið var úr skorkortum og fengu átta heppnir þátttakendur glaðning. Við óskum sigurvegurum á golfmóti EFLU til hamingju með árangurinn og þökkum öllum þeim sem spiluðu með okkur fyrir einstaklega skemmtilegan dag. 

Hægt er að skoða fleiri myndir frá golfmótinu á myndasíðu EFLU.

Hópurinn sem lenti í 2. sæti golfmótsins. Tryggvi, Rúnar, Egill og Bjarni.

Hópurinn sem lenti í 3. sæti golfmótsins. Lárus, Kristmann, Jón Heiðar og Guðlaugur.

Nándarverðlaunahafi.

Nándarverðlaunahafi.

Nándarverðlaunahafi.

Nándarverðlaunahafi.

Sigurvegarar fagna.