Fréttir


Fréttir

Göngubrú í Noregi komið fyrir

11.5.2018

Þann 3. maí var ný stálbrú hífð á sinn stað við Nygårdstangen í Bergen eftir að hafa verið flutt í heilu lagi með skipi frá Póllandi þar sem hún var smíðuð. Brúin sem er 72 m löng göngu- og hjólabrú vegur 155 tonn. 

  • Nygardsbroen Bergen
    Hífing brúarinnar á Nygårdstangen. Mynd: Ingrid Feet Bjørgo, Statens vegvesen.

Endar brúarinnar eru spenntir niður með stálstögum til að bera uppi 60 m langt aðalhafið og stilla af hæðarlegu brúarinnar. Brúin er lokaður, loftþéttur stálkassi með breytilegri þversniðhæð, 1,5 m og 1,9 m í hvorum enda en einungis 0,89 m á miðju brúarhafinu. Þar verður komið fyrir massadempara til að lágmarka titringi vegna álags frá gangandi vegfarendum. Undirstöðurnar eru steinsteyptar og standa á 30 m löngum stálstaurum.  

Uppsetning og stilling brúarinnar í hæð gekk vel og verður nú klárað að steypa undirstöðurnar og setja upp handrið en stefnt er að því að opna brúna í júlí í sumar.

Verkefnið er unnið fyrir norsku vegagerðina í Bergen og sá EFLA um hönnun brúarinnar í samstarfi við Studio Granda arkitekta, ásamt því að hanna göngu- og hjólastíga, lýsingu, frárennsli og fyllingar í sjó. 

Nygardsbroen BergenNýju göngu- og hjólabrúnni komið fyrir á sinn stað. Mynd: Ivar Gundersen.

Nygardsbroen BergenÁ myndinni sést glitta í kranana sem komu 155 tonna brúnni fyrir. Mynd: Ivar Gundersen.

Nygardsbroen BergenSkemmtilegt sjónarhorn, séð undir brúnna. Mynd: Ivar Gundersen.

Nygardsbroen BergenBrúin hífð um borð í skip í Póllandi þann 28. apríl. Mynd: Jan Ove Nygård, Statens vegvesen

Nygardsbroen BergenHífíng brúar á Nygårdstangen. Mynd: Ingrid Feet Bjørgo, Statens vegvesen