Fréttir


Fréttir

Græn skref og vottun hjá Umhverfis- og auðlindarráðuneyti

Umhverfisvottun

5.9.2018

Umhverfis- og auðlindarráðuneytið hefur hlotið umhverfisvottun skv. ISO 14001 ásamt því að hafa lokið síðasta skrefi grænna skrefa í ríkisrekstri. EFLA sá um ráðgjöf við uppsetningu og innleiðingu umhverfisvottunarinnar.

  • EFLA sá um ráðgjöf við umhverfisvottun Umhverfisráðuneytis
    Stýrihópurinn sem vann að innleiðingu vottunarinnar. Frá vinstri: Birna Kolbrún Gísladóttir, Guðný Lára Ingadóttir, Stefán Guðmundsson, Þórunn Elfa Sæmundsdóttir, Helga Jóhanna Bjarnadóttir og Eva Yngvadóttir.

Með umhverfisvottuninni varð Umhverfis- og auðlindarráðuneytið fyrsta ráðuneyti Stjórnarráðsins til að ljúka slíkri vottun. Vottuninni er ætlað að fylgjast með frammistöðu ráðuneytisins sem snýr að umhverfismálum og aðgerðum til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar. Umhverfisvottunin nær yfir fjölbreytta starfsemi ráðuneytisins eins og t.d. stefnumótun og lagasetningu en einnig yfir daglegan rekstur á borð við innkaup, orkunotkun, samgöngumálefni, sorpflokkun og notkun efna. Árlega fer fram úttekt viðurkenndra úttektaraðila til að meta frammistöðu ráðuneytisins í umhverfismálum.

Græn skref í ríkisrekstri

Ráðuneytið lauk samhliða vottuninni fimmta og síðasta skrefi grænna skrefa í ríkisrekstri. Markmið grænna skrefa er að efla vistvænan rekstur með kerfisbundnum hætti. Aðgerðir sem snerta sex umhverfisþætti eru tilgreindar, þær innleiddar í fimm áföngum og er ætlað að hafa jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi og draga úr rekstrarkostnaði.

Fordæmisgefandi vottun

EFLA óskar Umhverfis- og auðlindarráðuneytinu til hamingju með að hafa stigið þetta mikilvæga skref í umhverfismálum og skapað þannig gott fordæmi fyrir bæði stjórnsýsluna og íslenskt atvinnulíf. Það var afar ánægjulegt að vinna með ykkur að bættri umhverfisstjórnun. 

  • Frétt frá Umhverfis- og auðlindarráðuneytinu.
  • Upplýsingar um þjónustu EFLU varðandi umhverfisvottun.

EFLA sá um ráðgjöf við umhverfisvottun UmhverfisráðuneytisÞað var fagnað þegar vottunin var í höfn.

EFLA sá um ráðgjöf við umhverfisvottun UmhverfisráðuneytisGrænu skrefin í ríkisrekstri afhent ráðuneytinu.