Fréttir


Fréttir

Greining á nothæfistíma og nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar

19.12.2014

EFLA vann nýverið tvær skýrslur um nothæfistíma og nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar fyrir Isavia.
  • Fokker 50 flugvél

Skýrslurnar fjölluðu annars vegar um nothæfisstuðul á grundvelli tilmæla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og hins vegar um áhrif flugbrautar 06/24 á nothæfistíma, þar sem metnar eru aðstæður til lendinga sem henta þörfum áætlunar- og sjúkraflugs.

Skýrslurnar eru unnar í kjölfar athugasemda Samgöngustofa við drög að áhættumati Isavia, sem unnið var í kjölfar óska innanríkisráðherra um að Isavia hæfi undirbúning að lokun flugbrautarinnar. Isavia brást við ósk Samgöngustofu um frekari gögn og leitaði til verkfræðistofunnar EFLU sem óháðs aðila til að vinna þessar tvær skýrslur.

Önnur skýrslan var unnin á grundvelli tilmæla ICAO sem fyrst og fremst eru hugsuð sem viðmið við valkostagreiningu á nýjum flugvöllum. Hin skýrslan er greining á nothæfistíma fyrir flugvélar af gerðinni Fokker 50 og Beechraft King Air 200, sem notaðar eru í reglubundnu áætlunar- og sjúkraflugi á Reykjavíkurflugvelli.

Skýrslurnar eru þær umfangsmestu sem gerðar hafa verið um notkun Reykjavíkurflugvallar. Gögnin sem stuðst er við eru umfangsmeiri og nákvæmari en í fyrri skýrslum. Munar þar mestu um að fyrir 9 árum síðan var komið upp fjórum vindmælum við flugbrautirnar sem eykur verulega nákvæmni mælinga auk þess sem vindhraði og stefna skráist á 15 sekúndna fresti.

Skýrslurnar:

Áhrif brauta 06/24 á nothæfistíma fyrir áætlunar- og sjúkraflug
Mat á nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar skv. viðmiði ICAO

Sjá nánar um málið á vef Isavia