Fréttir


Fréttir

Grindavík: Aðstoð við mótun Auðlindastefnu

10.6.2009

EFLA hefur nú í vetur og á vormánuðum aðstoðað við mótun auðlindastefnu Grindavíkur.

  • Fuglabjarg

Markmiðið er að virkja auðlindir í eigin lögsögu sveitarfélagsins með alhliða stefnumótun og margvíslegum ákvörðunum í rekstri þess.

Þann 19.apríl sl. var auðlindastefnan kynnt á íbúafundi í Grindavík þar sem fulltrúar bæjarins og EFLU fluttu mál sitt.

EFLA var ráðin til þess að veita yfirsýn yfir stöðu virkjanamála í landi bæjarins, jarðhitaréttinda og auðlindanýtingar til frambúðar og sá Viðskiptaþróunarsvið EFLU aðallega um þá vinnu.

Meðal annars var samin tillaga að auðlindastefnu sem byggð er á skýrslu fyrirtækisins "Grunnur að Auðlindastefnu".

Hægt er að skoða efni þessu tengt á www.grindavik.is og í blaði Grindavíkurbæjar, Járngerði, 2.tbl. 2009.