Fréttir


Fréttir

Handbók knattspyrnuvalla

12.1.2010

Verkfræðistofan EFLA hefur gefið út handbókina "Knattspyrnuvellir - umhirða og viðhald - Almennar leiðbeiningar um helstu umhirðu- og viðhaldsverkefni á knattspyrnuvöllum".

  • Vodafone höllin

Markmiðið með handbókinni er að miðla fræðslu til rekstraraðila knattspyrnuvalla og leiðbeina um helstu viðhaldsverkefni sem unnin eru á völlunum.

Útgáfa bókarinnar er liður í þeirri þjónustu og ráðgjöf sem EFLA veitir á sviði viðhalds og umhirðu grasvalla.

Höfundar bókarinnar eru Magnús Bjarklind garðyrkjutæknir og dr. Árni Bragason jurtaerfðafræðingur. Vonast er til að hún nýtist starfsmönnum og stjórnendum sem sinna viðhaldi og umhirðu á knattspyrnuvöllum.