Fréttir


Fréttir

Nýtt kennileiti Reykjavíkur

12.5.2010

EFLA gegnir margþættu hlutverk við eina flóknustu og stærstu byggingu landsins.
  • Harpa Ráðstefnuhús

Harpa er eflaust eitt metnaðarfyllsta byggingarverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Að verkinu hafa komið sérfræðingar í fremstu röð á heimsvísu, þar á meðal Henning Larsens Tegnestue í Danmörku, ráðgjafarfyrirtækið Rambøll frá Danmörku og listamaðurinn víðkunni Ólafur Elíasson.

Hlutverk EFLU í framkvæmdinni hefur verið margþætt. Veigamesti þátturinn felst í  framkvæmdaeftirliti EFLU við byggingu hússins fyrir hönd framkvæmdaraðila og fleiri aðila sem að byggingunni koma. EFLA hefur einnig farið með stýringu hönnunarrýni. Þar er samhæfð vinna fjölmargra fyrirtækja og aðila sem koma að hönnun hússins. EFLA hefur líka séð um rýni á burðarþolshönnun hússins, þar sem farið er yfir útreikninga sérfræðinga og það tryggt að þeir séu í samræmi við íslensk viðmið um m.a. verðurálag og náttúruvá.