Fréttir


Fréttir

Harpa klæðist glerhjúp

15.3.2010

Sífellt fleiri vinna við byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu og bílakjallara sem þar verður.

Í byrjun mars 2010 voru 330 manns að störfum auk þeirra sem vinna að ýmsum verkum utan byggingastaðarins.

  • Framkvæmdir

Uppsteypu Hörpu er lokið og fóru til verksins um 29.000 rúmmetrar af steypu.

Steypumót eru 95.000 fermetrar og járnalögn vegur 5.000 tonn 

Sífellt fleiri vinna við byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu og bílakjallara sem þar verður.

Í byrjun mars 2010 voru 330 manns að störfum auk þeirra sem vinna að ýmsum verkum utan byggingastaðarins.

Uppsteypu Hörpu er lokið og fóru til verksins um 29.000 rúmmetrar af steypu. Steypumót eru 95.000 fermetrar og járnalögn vegur 5.000 tonn.

Harpa er án efa flóknasta bygging sem reist hefur verið á landinu hvort sem litið er til burðarvirkis, bruna- og hljóðhönnunar eða þeirra stýrikerfa sem sett verða upp i húsinu.

Auk 1.600 manna tónleiksalar verða stórir salir fyrir allt að 800 - 1000 manna ráðstefnur í húsinu, ásamt veitingastöðum. EFLA sinni öllu framkvæmdaeftirliti á svæðinu auk þess að veita sérfræðiráðgjöf á mörgum sviðum.

Eftirlitið hefur framkvæmt um 1500 skráðar úttektir frá því hafist var handa í byrjun árs 2007.

Vinna við glerhjúpinn er komin vel á veg.

Þá er innanhúsfrágangur langt kominn í mörgum rýmum.

Þar er unnið við raflagnir, loftræstingu, trésmíði, málun, flísalögn og fleiri verkþætti.
Stefnt er að verklokum i Hörpu maí 2011.

Uppsteypu bílakjallara og frágangi verður lokið undir áramót 2010/2011.

Eftilitsmenn EFLU í Hörpu:

Ásgeir Baldur, Jóhannes, Bjarni Heiðar og Árni Þór