Fréttir


Fréttir

Heimur hitaútgeislunar á Vísindasetrinu

Akureyrarvaka, Vísindasetur, Hof, Vísindavaka, Akureyri, Menningarnótt

29.8.2017

Síðastliðinn laugardag fór Akureyrarvaka fram og Vísindasetur ungu kynslóðarinnar var haldið í Hofi. EFLA verkfræðistofa er einn af aðalstyrktaraðilum Vísindasetursins og hefur tekið þátt síðustu þrjú árin. Á kynningarbásnum okkar kynntum við til leiks heim hitaútgeislunar og hvernig hægt er að greina hitastig út frá innrauða litrófinu.

  • Vísindasetur á Akureyrarvöku
    Áhugasöm börn að skoða hitamyndavélina og hvernig hún getur mælt mismunandi hitastig.

Á kynningabásnum  var hægt að skoða hvernig hitastig getur færst á milli hluta með hitamyndavél EFLU ásamt sjónvarpsskjáum. Til að sýna virkni myndavélarinnar voru gestir beðnir um að nudda höndunum saman til að mynda hita, leggja hendurnar á borðið í stutta stund og svo var skoðað í kjölfarið hvernig hiti getur færst á milli hluta. Þannig náði hitamyndavélin að greina handafarið á borðinu þó svo að höndin væri löngu farin af því.

Vísindasetur á AkureyrarvökuSímon Elvar Vilhjálmsson, frá EFLU, sýnir gestum hvernig hitamyndavélin greinir handafar á borði.

Einnig skoðuðum við hvernig hægt var að kæla vatn með þurrís og fylgdumst með niðurstöðum hitastigsins á skjáunum.

Kynningarbás EFLU vakti heilmikla athygli og var ánægjulegt að sjá hve margir komu til okkar og skoðuðu heim hitaútgeislunar með okkur. Við þökkum Akureyringum og gestum fyrir komuna og óskum þeim til hamingju með vel heppnaða Akureyrarvöku.

Hjá EFLU er veitt alhliða ráðgjöf á sviði hitaeftirlits og myndgreiningar.

Vísindasetur á AkureyrarvökuEftirvæntingin skein úr andlitum barnanna

Vísindasetur á AkureyrarvökuÞurrísinn er alltaf jafn áhugaverður

Vísindasetur á AkureyrarvökuÞurrísinn vekur athygli

EFLA á Akureyrarvöku, Vísindasetri 2017Áhugasöm börn að skoða hitamyndavélina

EFLA á Akureyrarvöku, Vísindasetri 2017Hitamyndavélin sýnir mismunandi hitastig á líkamanum