Fréttir


Fréttir

Hjólreiðagarpar EFLU taka þátt í Wow Cyclothon

13.6.2016

Annað árið í röð tekur EFLA þátt í WOW Cyclothon sem fer fram dagana 15. til 17. júní. EFLA verður með eitt lið, EFLA cycling team, sem samanstendur af 10 öflugum hjólreiðagörpum. Hópurinn hefur æft sig af kappi undanfarnar vikur og er farinn að hlakka mikið til keppninnar. Hjólað verður hringinn í kringum landið í boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skiptast á að hjóla.
  • Wow cyclothon 2016
WOW Cyclothon er haldin í fimmta skiptið og er í dag stærsta hjólreiðakeppni landsins. Samhliða keppninni fer fram áheitasöfnun og í ár hjóla keppendur til styrktar Hjólakrafti. Hjólakraftur styður við börn og unglinga sem hafa á einn eða annan hátt orðið undir í baráttunni við lífstílssjúkdóma og ekki fundið sig í hópíþróttum. Hjólakraftur heldur námskeið fyrir börn og unglinga af öllum stærðum og gerðum á nokkrum stöðum á landinu. Tilgangurinn er sá að efla þátttakendur frá vanvirkni til virkni, þeim sjálfum og því samfélagi sem þeir koma úr til heilla.

EFLA er afar stolt af sínu fólki og óskar þeim góðs gengis í keppninni. Hægt er að skoða allt um keppnina á vefsíðunni www.wowcyclothon.is