Fréttir


Fréttir

Hjólreiðar efldar

28.10.2009

Í umhverfisstefnu EFLU segir m.a.:

Brýnt er að minnka orkunotkun í samgöngum og minnka um leið losun lofttegunda og úrgangsefna vegna bruna jarðefnaeldsneytis.

  • Starfsmaður á reiðhjóli

EFLA hvetur því starfsmenn :

  •  Að hagræða í ferðum á vegum fyrirtækisins með þessi markmið í huga.
  •  Til vistvænna ferða í og úr vinnu.


Í þessu skyni eru starfsmenn m.a. hvattir til að aka sem mest á ónegldum hjólbörðum og nota reiðhjól.

Um 80% aksturs á vegum fyrirtækisins í fyrra fór fram án notkunar nagladekkja og mikil þátttaka hefur verið í átaki til að auka hjólreiðar.

Fyrirtækið hefur nú fest kaup á 3 gerðarlegum reiðhjólum til nota fyrir starfsmenn í vinnunni, á báðum starfsstöðvunum í Reykjavík (á Grensásvegi og Suðurlandsbraut).

Mörg smáskref á landsvísu gera mikið gagn í öllu starfi sem miðar að því að vernda eða bæta umhverfi okkar.