Fréttir


Fréttir

Hljóðvistarráðstefna í Reykjavík

13.4.2018

Ráðstefna BNAM, Baltic-Nordic Acoustics Meeting, um hljóðvistarmál fer fram 15.-18. apríl í Hörpu og hana sækja fagaðilar, nemendur og sérfræðingar á breiðu sviði hljóðtengdra málefna. Starfsmenn EFLU á sviði hljóðvistar taka þátt í ráðstefnunni og flytja erindi ásamt því að vera með kynningarbás.

  • Hljóðráðgjöf EFLU

BNAM er sameiginleg ráðstefna Norðurlanda- og Eystrasaltsþjóða sem fer fram annað hvert ár hjá einhverju þátttökulandanna. Viðburðinum er ætlað að auka fræðslu, miðla faglegri þekkingu og styrkja tengslanet greinarinnar.

Vörusýning og fyrirlestrar

Dagskrá ráðstefnunnar er fjölbreytt, fyrirlesarar flytja erindi, söluaðilar kynna vöru og þjónustu ásamt því sem sagt verður frá nýjungum og rannsóknum á sviði hljóðmála. Fjallað verður m.a. um hljóðvist á spítölum, hljóðeinangrun bygginga, hávaða frá vélbúnaði og umhverfishávaða. 

Meðal þeirra sem munu flytja erindi er Ólafur Daníelsson, fagstjóri hljóðsviðs EFLU, sem ætlar að segja frá hljóðhönnun á nýju 8.000 m2 vöruhúsi og skrifstofu Garra í Hádegismóum. Mikil áhersla var lögð á góða hljóðvist í vinnurými starfsmanna og þurfti meðal annars að huga að hávaðadreifingu frá tækjabúnaði byggingarinnar.

EFLA verður með kynningarbás á svæðinu og tekur vel á móti gestum ráðstefnunnar sem vilja fræðast um þjónustu á sviði hljóðvistar. Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefnum.

Teymi EFLUHluti af teymi EFLU sem vinnur við hljóðvistarráðgjöf.