Fréttir

Hljóðvist skólabygginga

28.5.2009

Rannsóknarverkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg var unnið á hljóðvistarsviði EFLU. Verkefnið ber heitið Hljóðvist skólabygginga, Samanburður á viðmiðunargildum, mæligildum og áliti notenda. 

  • Hljóðvist skólabygginga

Nýjar áherslur í kennsluháttum hafa í för með sér breyttar forsendur fyrir hljóðvistarhönnun. 

 Í rannsóknarverkefninu var gerð samantekt og samanburður á viðmiðunargildum í íslenskri byggingarreglugerð og sænskum hljóðflokkunarstaðli  SS 025268. 

Þá var spurningalisti sendur út til kennara og mælingar framkvæmdar í viðeigandi skólarýmum. 

Grein um rannsóknarverkefnið birtist í árbók verkfræðingafélagins árið 2008 og jafnframt erindi um það flutt á samnorrænni ráðstefnu um hljóðvist í ágúst 2008.