Fréttir

Höfðingjar í heimsókn til EFLU

24.11.2016

Miklir höfðingjar heimsóttu EFLU þriðjudaginn 22. nóvember þegar Orkusenatið, félag orkumanna af eldri kynslóðinni, hélt félagsfund hjá okkur.
  • Orkusenatið

Heimsóknin er liður í fræðslustarfi félagsins sem stendur reglulega fyrir fræðslufundum og skoðunarferðum fyrir félagsmenn. EFLA kynnti starfsemi fyrirtækisins og fjallaði um tvö orkuverkefni sem EFLA hefur unnið að nýlega.

Að loknum erindum sköpuðust líflegar umræður um orkumál og höfðu fundarmenn margt áhugavert fram að færa, enda áralöng reynsla samankomin í þessum hópi.

Það var virkilega ánægjulegt að taka á móti þessum spræku orkumönnum og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

20161124 orkusenat 2Frá félagsfundi Orkusenatsins hjá EFLU 22. nóvember 2016