Fréttir


Fréttir

VIÐAMIKIÐ FLUTNINGSKERFI

14.5.2010

Endurbætur og styrking á flutningskerfinu á þéttbýlasta svæði landsins er flókið verkefni sem felur í sér miklar áskoranir. Í verkefninu er mikil áhersla lögð á að samþætta umhverfissjónarmið, tæknileg atriði og hagkvæmni.
  • Mælingar við Háspennulínur

Undirbúningur Suðvesturlína

Uppbygging raforkuflutningskerfisins á Suðvesturlandi er umfangsmikið verkefni með mikla þýðingu fyrir atvinnuþróun og mannlíf á svæðinu.  Reisa á 152 km af nýjum háspennulínum, endurnýja 19 km af eldri línum, leggja 54 km af jarðstrengjum, og fjarlægja 97 km af núverandi háspennulínum. EFLA hefur séð um mat á umhverfisáhrifum, samráð og skipulagsmál, verkfræðihönnun, kerfisráðgjöf og þarfagreiningu.

Áhersla er lögð á að minnka sjónræn áhrif mannvirkja. Leiðarval og hönnun tekur mið af því að mannvirkin falli sem best að umhverfi og mannlífi og valdi  sem minnstu jarðraski. Núverandi háspennulínur eru víða fjarlægðar þannig að lítil ummerki standa eftir. Við val á línuleiðum og kynningu fyrir almenningi var notast við hugbúnað EFLU til að reikna út og greina sýnileika fyrirhugaðra mannvirkja. Á hönnunarstigi var áhersla lögð á að kynna málið fyrir hlutaðeigandi, m.a. með upplýsingavef á netinu, fundum  og upplýsingaritum.

Óhætt er að segja að mikill metnaðar hafi verið lagður í það af starfsfólki EFLU að ná fram mannvirkjalausn sem bæði er hagfelld umhverfinu og í samræmi við þarfir samfélagsins.