Fréttir


Fréttir

Hönnun skrautlýsingar

17.9.2015

Í tilefni evrópskrar samgönguviku í Kópavogi, var í gær 16. september, kveikt á skrautlýsingu brúarinnar yfir Fífuhvammsveg við Smáralind. Lýsingarhönnuðir EFLU voru fengnir til þess að útfæra lýsinguna í samstarfi við bæjarfulltrúa Kópavogs.
  • Lýsingarhönnun brúar í Kópavogi

Lýsingin, sem er litrík, var útfærð sérstaklega með það fyrir augum að undirstrika arkitektúr brúarinnar en jafnframt til þess að glæða umhverfið litabrigðum í skammdeginu.

Stillingar litavals taka mið af hinum ýmsu viðburðum svo sem afmæli Kópavogsbæjar, Bleikum dögum, Mottumars, jólum, páskum, þjóðhátíðardeginum, og Gay pride, en einnig mun vera dagleg stjórnun litabrigða með tilliti til dagrenningar og dagseturs fram til miðnættis allan veturinn.

bru lysing 2