Fréttir


Fréttir

HR: Byggingarvinnan gengur vel

6.5.2009

Háskólinn í Reykjavík hélt fund nýbyggingunni sinni 30. apríl sl. Byggingarstarfsemin gengur vel og sér EFLA um eftirlit með framkvæmdunum.

  • Háskólinn í Reykjavík

Ístak reisir bygginguna, sem skiptist í nokkur hús, fyrir Eignarhaldsfélagið Fasteign en það mun leigja HR aðstöðuna.

Eftir fundinn fóru starfsmenn háskólans í skoðunarferð um bygginguna.

Síðan var öllum starfsmönnum verktaka (um 250 manns) ásamt eftirlitsmönnum EFLU boðið í grillveislu.

Ístak er aðalverktaki framkvæmdanna og kemur fram sem stýriverktaki gagnvart undirverktökum.

Reiknað er með að HR taki við fyrri áfanga byggingarinnar fyrir næstu áramót og er áætlað að kennsla hefjist þar í janúar 2010.