Fréttir


Fréttir

HR: Takmarkið nálgast

18.12.2009

EFLA hefur séð um verkeftirlit við hina glæsilegu nýbyggingu Háskólans í Reykjavík við rætur Öskjuhlíðar, skammt frá Nauthólsvík.

Undanfarið hafa um 300 manns unnið við að ljúka fyrri áfanga nýbyggingarinnar.

  • Fyrirlestrarsalur HR

Það styttist í að kennsla flytjist þangað en ráðgert er að hún hefjist 11. janúar næstkomandi.

Rýmin eru að taka á sig endanlega mynd hvert af öðru.

Stólar og bekkir í glæsilegum fyrirlestrasölum bíða nemenda (sjá mynd).

Verið er að tengja kennarborð og þann tölvubúnað sem er í þeim.

Segja má að allir verkþættir séu í vinnslu einhvers staðar í þessum fyrri áfanga, svo sem dúklagnir, parkettlagnir, uppsetning innréttinga, raflagnir, uppsetning búnaðar á snyrtingar, málun, þrif, stillingar kerfa, uppsetning handriða, ísetning hurða, uppsetning gluggatjalda og margt fleira.