Fréttir


Fréttir

Hringborð Norðurslóða - Arctic Circle

31.10.2014

Hringborð Norðurslóða "Arctic Circle" heldur sitt annað þing í Hörpunni nú um helgina. Þetta er einstakur alþjóðlegur vettvangur þar sem saman koma ólíkir aðilar til að ræða norðurslóðamál. Megin tilgangur þingsins er að skapa opinn og lýðræðislegan vettvang fyrir umræðu og samstarf um málefni Norðurslóða.
  • Arctic circle 2015

EFLA verkfræðistofa tekur þátt í tveimur "Breakout sessionum". Sú fyrri fjallar um orkumál og fer fram föstudaginn 31. október í Silfurbergi. Þar fjalla Eysteinn Einarsson og Stefán Kári Sveinbjörnsson um mögulega nýtingu vindorku í einangruðum kerfum, á norðlægum slóðum. Seinni fyrirlesturinn fer fram sunnudaginn 1. nóvember í Silfurbergi. Jón Vilhjálmsson fjallar um uppbyggingu flutningskerfis raforku á dreifbýlu svæði og við erfiðar verðurfarslegar aðstæður og Jón Haukur Steingrímsson fjallar um byggingu háspennulína á sífrera.

EFLA kom einnig að skipulagi einstaka þátta tengt skipulagi ráðstefnunnar.

Um 1.400 þátttakendur frá yfir 40 löndum sækja þingið nú um helgina.