Fréttir


Fréttir

Hvað þola tré?

9.11.2010

Hjá EFLU vinna m.a. skrúðgarðatæknar og hefur EFLA, í samstarfi við Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins, Reykjavíkurborg og Félag skrúðgarðyrkjumeistara, hafið rannsókn á áhrifum þess að trjágróðri sé að hluta sökkt í jarðveg.

Um er að ræða aspir sem standa meðfram Kringlumýrarbraut og var fyllt upp að í jarðvegsmön vegna hljóðvistarsjónarmiða.
Lagt verður mat á nýja rótarmyndun, rot í stofni og heilbrigði / varnarkerfi trésins. Verður forvitnilegt að sjá hvað rannsóknin gefur til kynna því fyllt er víðar upp að trjám en á þessum stað.