Fréttir


Fréttir

Innivistarmál rædd á Dokkufundi

14.3.2018

Nýverið komu gestir frá Dokkunni í heimsókn til EFLU og kynntu sér mikilvægi góðrar innivistar í fyrirtækjum. Innivist er samnefnari yfir marga þætti í byggingum sem hafa áhrif á líðan starfsmanna. 

Þættirnir sem marka innivist í byggingum eru m.a. lýsing í rýmum, hljóðvist, loftgæði, efnisval, brunavarnir, öryggismál, viðhald og umhirða húsnæðis. 

Sýnt hefur verið fram á tengsl góðrar innivistar við frammistöðu og líðan starfsmanna. Það er því mikilvægt að huga vel að þessum þáttum í öllum byggingum, hvort sem er á vinnustöðum eða á heimilum fólks.

Vinnuvistarkannanir

Sérfræðingar EFLU héldu fróðleg erindi um málefnið og bentu á leiðir sem hægt er að fara til að bæta innivist. Þá var sagt frá nýrri þjónustu hjá EFLU þar sem framkvæmdar eru kannanir á vinnustöðum til að athuga hvort einhver vandamál séu til staðar varðandi innivistarmál. Starfsfólk er beðið um að meta vinnuumhverfi sitt með tilliti til til hitastigs, loftgæða, hávaða, lýsingar og fleiri þátta sem tengjast innivist í vinnuumhverfinu. Í kjölfarið er hægt að leggja mat á hvaða innivistarþættir þurfi að bæta úr. 

Nánar um vinnuvistarkannanir