Fréttir


Fréttir

Ísgöngin formlega opnuð

9.6.2015

Ísgöng­in í Lang­jökli voru opnuð þann 6.júní síðastliðinn. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði göng­in með form­leg­um hætti með ísöxi þegar hún hjó í sund­ur ísklump í göng­un­um.
  • Ísgöngin í Langjökli

Ísgöng­in í Lang­jökli verða starf­rækt allt árið um kring, eru um 550 metra löng og mest á um 30 metra dýpi. Loft­hæðin verður mest fjór­ir til fimm metr­ar. Búið er að grafa út nokkra hella í göng­un­um og leggja fal­lega LED lýs­ingu í veggi og gólf. Verkefnið hefur nú þegar fengið mikla at­hygli frá er­lend­um fjöl­miðlum og áhuga­söm­um Íslands­vin­um.

EFLA hefur frá árinu 2010 unnið að undirbúningi verkefnisins og komið að útfærslu ganga í samvinnu við sýningarhönnuði, hannað lýsingu, loftræstingu, afvötnun og raflagnir ásamt því að halda utan um öll umhverfismál, öryggismál og skipulags- og leyfismál.

Verkefnið í heild

Bókun í ferðir

Frétt mbl.is um opnunina