Fréttir


Fréttir

Íslenski ferðaklasinn í heimsókn

3.11.2017

Við fengum góða gesti í heimsókn fimmtudaginn 2. nóvember þegar aðildafélagar að Íslenska ferðaklasanum komu á morgunverðarfund hjá okkur. Aðildafélagarnir koma frá breiðum og fjölbreyttum hópi sem starfa við ferðaþjónustu. Hópurinn hittist reglulega til að miðla þekkingu og reynslu sinni og kynnast betur þeim fyrirtækjum sem mynda Íslenska ferðaklasann. 
  • Ferðaklasinn 4
EFLA hefur komið að fjölmörgum verkefnum tengdum uppbyggingu og þróun í ferðaþjónustu og sagði Ólafur Árnason, fagstjóri skipulagsmála frá nokkrum þeirra. Einnig fjallaði hann um mikilvægi þess að með réttu skipulagi og vinnubrögðum væri hægt að stýra betur fjölda gesta og fjármunum þannig að til lengri tíma litið gæti ferðaþjónustan gæti vaxið á sjálfbæran hátt.

Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri viðskiptaþróunar hjá EFLU, ræddi um uppbyggingu á vegakerfinu um hálendið og hvort og þá með hvaða hætti væri heppilegast að stýra ferðamönnum um dreifðari byggðir landsins.

Eva Magnúsdóttir, frá ráðgjafafyrirtækinu Podium, og Magnús Heimisson, frá Almannatengslum, sögðu frá verkefni sem kallast Innri markaðssetning ferðaþjónustunnar. 

Við þökkum gestum morgunverðarfundarins fyrir komuna til okkar. 

Ferðaklasinn - Hafsteinn HelgasonHafsteinn Helgason frá EFLU

Ferðaklasinn 3Hluti gesta frá fundinum

Ferðaklasinn 5Eva Magnúsdóttir frá Podium

Ferðaklasinn - Ólafur ÁrnasonÓlafur Árnason frá EFLU

Ferðaklasinn 6Ásta Kristín Sigurjónsdóttir frá Íslenska ferðaklasanum

Ferðaklasinn 1Magnús Heimisson frá Almannatengslum