Fréttir


Fréttir

Íslenskir þjóðstígar

5.11.2014

Út er komin skýrsla um verkefnið Íslenskir þjóðstígar sem unnið var af EFLU verkfræðistofu í samvinnu við Ferðamálastofu og Nýsköpunarsjóð námsmanna. Viðfangsefni verkefnisins var að móta stefnu fyrir íslenskt þjóðstígakerfi (e. National Footpaths) en innan þess yrðu vinsælustu gönguleiðir landsins.
  • Íslenskir Þjóðstígar

Út er komin skýrsla um verkefnið Íslenskir þjóðstígar sem unnið var af EFLU verkfræðistofu í samvinnu við Ferðamálastofu og Nýsköpunarsjóð námsmanna. Viðfangsefni verkefnisins var að móta stefnu fyrir íslenskt þjóðstígakerfi (e. National Footpaths) en innan þess yrðu vinsælustu gönguleiðir landsins.

Verkefnið var þriggja mánaða rannsóknarverkefni sem unnið var af Gísla Rafni Guðmundssyni útskriftarnema í borgarhönnun við Háskólann í Lundi. Umsjónarmenn verkefnisins voru Ólafur Árnason fagstjóri skipulagsmála hjá EFLU verkfræðistofu og Björn Jóhannsson umhverfisstjóri Ferðamálastofu.

Frekari upplýsingar um verkefnið:

Íslenskir þjóðstígar - Stefnumótun um gönguleiðir á Íslandi (pdf)