Fréttir


Fréttir

Jarðgöng milli Hnífsdals og Bolungarvíkur opnuð

26.9.2010

Mikil ánægja fylgir opnun nýju jarðganganna sem tengja byggðarlögin við utanvert Ísafjarðardjúp betur saman en nokkru sinni fyrr.
  • Vaðlaheiðargöng

Göngin voru kennd við Óshlíð á verktíma en nú hefur verið samþykkt að þau verði heitin eftir Bolungarvík. Göngin ná frá ströndinni við Hnífsdal (þar sem heitir Skarfasker) í gegnum óárennileg blágrýtisfjöll að Ósi við Bolungarvík. Þar með er ökuleiðin milli Ísafjarðar, Hnífsdals og Bolungarvíkur orðin næsta örugg fyrir ofanflóðum.

Verksamningar voru undirritaðir 8.apríl 2008 eftir jarðfræðirannsóknir, vinnu hönnunarteymis og útboð en framkvæmdir hófust í maí það ár. Ósafl er verktaki en að baki fyrirtækinu standa Íslenskir aðalverktakar og Marti Contractors frá Sviss.
Göngin eru um 8 metra breið og 5,4 km löng, að meðtöldum 300 m vegskálum, og meðal þess sem vinna þurfti við að auki eru bæði vegir og brýr, fyrir utan veglýsingu. Fullkomið, tölvuvætt öryggiskerfi er í mannvirkinu og blásarar öflugari en í öðrum löngum veggöngum hér á landi.

EFLA hefur séð um verkeftirlit allan framkvæmdatímann í samvinnu við Geotek ehf en Raftæknistofan - RTS (sem nú er hluti EFLU) kom að hönnun ganganna. EFLA óskar Vestfirðingum og landsmönnum öllum til hamingju með mikilvægan áfanga í samgöngum þjóðarinnar.