Fréttir


Fréttir

Jarðhitaverkefni í Tyrklandi

28.1.2010

Í október 2009 var ráðgjafarsamningur á milli BM Muhendislik og Turkison undirritaður í Tyrklandi.

Turkison er dótturfyrirtæki EFLU og hefur aðsetur í Ankara í Tyrklandi.

  • Jarðvarmi við geysi

Ný eignaraðild Íslenskra orkurannsókna í fyrirtækinu er á döfinni. EFLA, Turkison og ÍSOR vinna saman að ráðgjöfinni fyrir BM á svonefndu Ortaklar-jarðhitasvæði sem er nálægt Germansik orkuverinu.

Aðalmarkmið ráðgjafarsamningsins er að yfirfara jarðfræðileg gögn og ýmis mæligögn, ásamt niðurstöðum úr borholuprófunum.

Síðan á að meta orkuvirkni Ortaklar-svæðisins og gera tillögu að frekari borun 5-10 holna.

EFLA og ISOR munu einnig forhanna jarðvarmavirkjun, skoða möguleika á fjarvarmaveitu og kolsýruframleiðslu tengdri orkuverinu, og vinna viðskiptaáætlun.