Fréttir


Fréttir

Jökulmælingar

3.2.2010

Í lok nóvember sl. fóru Páll Bjarnason frá Verkfræðistofu Suðurlands ásamt Sveini Svavarssyni og mældu stöðu Gígjökuls, í fylgd Ármanns Inga sem lagði til fjórhjól.

Gígjökull skríður til norðurs úr Eyjafjallajökli og hefur Jöklarannsóknafélagið o.fl. fylgst með framskriði og hopi hans áratugum saman.

  • Hæðarmælingar

Ferðin var einnig farin til að prófa Trimble VX alstöð við erfiðar aðstæður.

Ætlunin var að ferja alstöðina að jöklinum á fjórhjólinu eftir vatnsborði lónsins framan við jökultunguna.

Ekki gekk það eftir þar eð vatnsbakkinn var mjög torfær.

Ármann kallaði á félaga sína í Björgunarfélagi Árborgar sem komu umsvifalaust með bát og ferjuðu mælingamenn yfir lónið.

Mæling gekk vel, sporðurinn mældur með GPS tæki og hluti jökultungunnar skannaður með VX stöðinni.

Í ljós kom að jökullinn hopaði 53 m árin 2008 og 2009 og hefur hann hörfað hratt upp úr lóninu allt frá því á 10.áratug síðustu aldar.

Þar á undan lengdist hann í um það bil tvo áratugi en hopaði í nokkra áratugi, frá því upp úr 1920 fram yfir 1970.