Fréttir

Kaldir karlar og konur

24.3.2009

Starfsfólki EFLU virðist ekki veita af kælingu af og til, auk þess að stæla líkama og sál, ef marka má þátttakendur í fyrsta sjósundi EFLU fyrir skömmu.

  • Sjósund

Milli 35 og 40 manns tóku dýfur í öldum Fossvogs (við ylströndina í Nauthólsvík) og gekk vel í svölu baðinu. Sjávarhitinn var 2,8°C en lofthiti -4°C.

Íþróttanefnd starfmannafélagsins skipulagði atburðinn og nú er að sjá hverjir urðu háðir þessari iðkan.