Fréttir

Kallað eftir umsóknum í Samfélagssjóð 2015

18.3.2015

Kallað er eftir umsóknum í samfélagssjóð EFLU sem stofnaður var árið 2013 í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins. Markmið sjóðsins er að láta gott af sér leiða og er hlutverk hans að veita styrki til verðugra verkefna. EFLA styður uppbyggjandi og jákvæð verkefni í samfélaginu.

 

Umsóknum skal fylgja greinargóð lýsing á markmiði eða viðfangsefni, þó ekki meira en ein síða að lengd.

 

Umsóknir þurfa að berast sjóðnum fyrir 15. apríl næstkomandi. Allar nánari upplýsingar og leiðbeiningar vegna umsókna má finna á efla.is.

utsprungid tre