Fréttir


Fréttir

Kevan Shaw lýsingarhönnuður hlýtur heiðursverðlaun

15.10.2019

Nýverið hlaut Kevan Shaw, hjá KSLD | EFLU, heiðursverðlaun LIT Lifetime Achievement Award fyrir framlag sitt til lýsingarhönnunar í gegnum tíðina.

  • Kevan Shaw hlytur heidursverdlaun
    Kevan Shaw hefur hlotið heiðursverðlaun fyrir framlag sitt á sviði lýsingarhönnunar.

The LIT Design Awards voru stofnuð til að vekja athygli á lýsingarhönnun og veita viðurkenningu til þeirra sem þykja skara fram úr á sviðinu. Í ár voru í fyrsta sinn veitt heiðursverðlaun, LIT Lifetime Achievement Award, og fyrir valinu varð Kevan Shaw, lýsingarhönnuður. Kevan hefur starfað við lýsingarhönnun yfir fjörtíu ára skeið og stofnaði lýsingarstofuna Kevan Shaw Lighting Design í Skotlandi fyrir um 30 árum.

Verkefni hans í lýsingarhönnun telja yfir 700 talsins og eru um allan heim. Meðal nýlegra og eftirtektarverða verkefna má nefna lýsingarhönnun í Skoska þinginu, Ashmolean safninu í Oxford og Scott Monument í Edinborg. 

Fyrirtæki Kevan Shaw, KSLD, sameinaðist EFLU á síðasta ári, eftir að hafa átt í farsælu samstarfi um langt skeið. Við óskum Kevan til hamingju með þennan mikla heiður og hlökkum til áframhaldandi samstarfs með honum á sviði lýsingarhönnunar. 

Lesa má nánar um verðlaunin á vef LIT

Kevan Shaw hlytur heidursverdlaunKevan Shaw fékk heiðursverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn í Búdapest þann 3. október síðastliðinn.