Fréttir


Fréttir

Framkvæmdum við kísilmálmverksmiðju á Bakka miðar vel áfram

21.6.2016

Um þessar mundir rís kísilmálmverksmiðja að Bakka við Húsavík sem PCC mun starfrækja. Þar hefur EFLA verið í leiðandi hlutverki við ráðgjöf og hönnun verksmiðjunnar, en SMS Group og M+W Germany hanna og byggja verksmiðjuna í álverktöku.
  • Kísilmálmverksmiðja á Bakka við Húsavík
    Frá framkvæmdartíma af svæðinu á Bakka við Húsavík. Ljósmyndina tók Michael Bourke.

EFLA er aðalráðgjafi M+W Germany en þeir sjá um þann hluta verkefnisins sem snýr að byggingum og stoðkerfum við þær, en SMS Group er með framleiðslukerfin á sinni könnu. EFLA hannar flest allt sem tengist húsbyggingum, það er burðarvirki, rafmagn, brunatækni, hljóðvist, lagnir og lofræstingu. Þó er stálvirki ofnhússins undanskilið, en þar kemur EFLA hins vegar að ráðgjöf vegna jarðskjálftamála. EFLA sér einnig um hönnun á götum og götulýsingu ásamt lögnum í jörðu innan lóðar.

Framkvæmdunum á Bakka miðar vel áfram og nú þegar er kolageymslan risin að mestu leyti. Verktakinn á svæðinu er LNS Saga og eru þeir langt komnir með að steypa undirstöður fyrir ofnhúsið sem er hjarta verksmiðjunar. Þá er þýskur stálverktaki, Züblin, á svæðinu að reisa stálvirki en hann mun sjá um allt stál tengt byggingunum. EFLA er einnig stór hluti af teymi M+W Germany á staðnum og kemur EFLA að eftirliti ásamt stjórnun á verkstað.

Áætlað er að M+W Germany ljúki sinni vinnu að mestu sumarið 2017 og verksmiðjan verði tekin í gagnið árið eftir.