Fréttir


Fréttir

Kynningardagur Verkfræðistofu Suðurlands

10.5.2012

Verkfræðistofa Suðurlands (VS) á Selfossi hélt kynningardag fyrir viðskiptavini sína, fimmtudaginn 3. maí sl, í samstarfi við EFLU verkfræðistofu.
  • Kynningardagur Verkfræðistofu Suðurlands

Kynningardagurinn var haldinn með það að markmiði að kynna þá þjónustu sem stofurnar geta í sameiningu boðið auk þess að heimsækja fyrirtæki á suðurlandi og efla þannig tengslin.

Dagurinn fór þannig fram að skipulagðar voru heimsóknir til 12 fyrirtækja vítt og breitt um suðurland, en í þessar heimsóknir fóru starfsmenn VS og EFLU. Í lok dagsins var svo viðskiptavinum boðið til móttöku í húsnæði Verkfræðistofu Suðurlands og var þar margt um manninn.

Þar ávörpuðu Páll Bjarnason framkvæmdastjóri VS og Guðmundur Þorbjörnsson framkvæmdastjóri EFLU samkomuna og fram kom í máli Guðmundar að á næsta ári er stórafmæli hjá Verkfræðistofu Suðurlands en hún verður þá 40 ára, og er elsta starfandi eining innan EFLU samstæðunnar.

Pall_Bj